beggubakstur_hausÞá er bolludagurinn að ganga í garð og er ekki seinna vænna að fara að huga að hvernig bollur skal gera. Hér er uppskrift af vatnsdeigsbollum, rjómum og kremum.

 

bollur beggubaksturVatnsdeigsbollur (u.þ.b. 20 stk)

2 ½ dl vatn
125 g hveiti
125 smjörlíki
4 egg
1 tsk salt
1 tsk lyftiduft
Vatn og smjörlíki er hitað í potti. Potturinn er tekinn af hellunni og hveitið sett útí ásamt saltinu og lyftiduftinu með sleif. Blöndunni er næst hellt í hrærivélaskál og eitt og eitt egg sett útí á meðan hrært er. Að lokum er hrært um stund.

Bollurnar eru settar með matskeið á plötu með bökunarpappír á. Bollurnar eru bakaðar í u.þ.b. 35 – 40 mínútur við 200° (blástur).

Daimkaramellubolla:

bollur beggubakstur2Daimrjómi:

500 ml rjómi
3 – 4 msk flórsykur
4 lítil daimsúkkulaði (76 g)
Rjóminn er þeyttur ásamt flórsykri. Þegar rjóminn er orðinn vel þeyttur er söxuðu daimsúkkulaðinu blandað varlega saman við.

Karamellubráð:

20 stk rjómakaramellur
3 – 4 msk rjómi
Rjóminn og karamellurnar eru bræddar við vægan hita. Bollan er síðan toppuð með söxuðu daimsúkkulaði.

bollur beggubakstur3Oreobolla:

Oreorjómi:

500 ml rjómi
3 – 4 msk flórsykur
1 pakki oreokex
Rjóminn er þeyttur ásamt flórsykri. Þegar rjóminn er orðin vel þeyttur er söxuðu oreokexinu blandað varlega saman við.

Hvítsúkkulaðibráð:

150 g hvítt súkkulaði
Súkkulaðið er brætt við vægan hita. Til að toppa oreobolluna er oreokurli stráð yfir.

bollur beggubakstur4Lakkrísbolla:

Lakkrísrjómi:

500 ml rjómi
3 – 4 msk flórsykur
1 poki lakkrískurl
½ – 1 tsk lakkrísduft t.d. frá lakrids eða hockey pulver (má sleppa)
Rjóminn er þeyttur ásamt flórsykri og lakkrísdufti. Þegar rjóminn er orðin vel þeyttur er lakkrískurlinu blandað varlega saman við.

Lakkrísbráð:

1 poki lakkrískurl
Smá rjómi
Lakkrísinn og rjóminn er bræddur við vægan hita í örskamma stund í örbylgju. (Passa þarf að hita lakkrísinn ekki of lengi þá verður hann harður)

bollur beggubakstur5Malteserssúkkulaðibolla:

Maltesersrjómi:

500 ml rjómi
3 – 4 msk flórsykur
1 poki maltesers
Rjóminn er þeyttur ásamt flórsykri. Þegar rjóminn er orðin vel þeyttur er söxuðu malteserskúlunum blandað varlega saman við.

Súkkulaðikrem:

200 g suðusúkkulaði
50 g smjörlíki
1 egg
Smá kaffi
100 g flórsykur (gæti þurft meira)
1 tsk vanilludropar
Suðusúkkulaðið og smjörlíkið er brætt saman við vægan hita. Eggið, kaffið, flórsykurinn og vanilludroparnir er blandað saman í hrærivélaskál ásamt brædda súkkulaðinu.

Njótið! 🙂
Berglind Eva Markúsdóttir

Við viljum svo benda áhugasömum á heimasíðu Berglindar Evu sem ber heitið Beggubakstur.