Jonna Guesthouse hlýtur viðurkenningu

jonna_vidurkenning01Gistiheimili Jóns Arasonar, Jonna Guesthouse, í Þorlákshöfn hefur hlotið viðurkenninguna Guest Review Award hjá stærstu hótel-bókunarvefsíðu heims, Booking.com.

„Gestir eru greinilega ánægðir með það sem þú ert að gera og eru á því að þú bjóðir frábæra upplifun. Það er okkur heiður að veita þér viðurkenningu sem gerir þér kleift að deila árangrinum,“ segir í viðurkenningunni frá vefsíðunni.

Guest Review Awards viðurkenningin er afhent til þeirra gistinga sem hafa 8 eða hærra í einkunn fyrir árið 2015 en Jonna Guesthouse er með 9 í einkunn af 10 mögulegum. Einkunnirnar á vefsíðu Booking.com koma eingöngu frá viðskiptavinum og því greinilegt að gestirnir eru virkilega ánægðir gistiheimilið.

Til gamans má geta þess að samtals hafa 244 einstaklingar gefið Jonna Guesthouse einkunn á Booking.com en á sama tíma í fyrra voru einkunnirnar um 170 talsins og því greinilega mikill gangur á gistiheimilinu á Oddabrautinni.