Spáð óveðri: Þrengslum og Hellisheiði líklega lokað

threngsli-1Veðurstofa Íslands hefur sent frá sér stormviðvörun fyrir suður og vesturland í dag.

Skil nálgast landið úr suðri með vaxandi austanátt og snjókomu, en þeim fylgir stormur eða rok og talsverð eða mikil úrkoma. Skilin fara norður yfir landið seinni partinn og gengur veðrið niður SV-lands í kvöld.

Vegna óveðurs má búast við því að í dag, fimmtudag, þurfi að grípa til lokana á vegum á Suðvesturlandi. Líkur eru á því að um og uppúr hádegi verði vegum lokað yfir Hellisheiði, um Þrengsli og á Mosfellsheiði.

Ólíklegt er að unnt verði að beina umferð um Suðurstrandarveg á meðan lokanir vara. Þá er líklegt að einnig þurfi að loka Vesturlandsvegi um Kjalarnes.