Jónas með þrjár tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna

jonasogludro-1Jónas Sigurðsson hlýtur þrjár tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunana sem fram fara föstudaginn 4. mars næstkomandi.

Þorlákshafnarbúinn er tilnefndur fyrir lag ársins, textahöfundur ársins og sem flytjandi ársins ásamt Ritvélum framtíðarinnar.

Virkilega ánægjulegt og Jónas vel að þessu kominn. Hafnarfréttir óska honum til hamingju!