Icelandic Glacial auglýsir á Superbowl

glacial_superbowlVatnsfyrirtækið Icelandic Glacial í Ölfusi verður með sjónvarpsauglýsingu yfir Superbowl í Bandaríkjunum á sunnudaginn.

Superbowl er einn mest áhorfði íþróttaviðburður í heimi ár hvert en á síðasta ári horfðu 114,4 milljónir Bandaríkjamanna á viðburðinn sem er það mesta í sögu landsins.

Auglýsing Icelandic Glacial fjallar um starfsmenn fyrirtækis sem taka sér hlé frá vinnu á sama tíma daglega til að fylgjast með huggulegum manni út um gluggan. Auglýsingin er byggð gamalli auglýsingu Diet Coke frá árinu 1994.

Hér að neðan má sjá þessa skemmtilegu auglýsingu sem á án efa eftir að vekja mikla athygli í um helgina.