Þriðja sætið í húfi: Þór – Stjarnan í kvöld

Mynd: karfan.is
Mynd: karfan.is

Það verður stórleikur í Icelandic Glacial höllinni kvöld þegar Þórsarar fá Stjörnumenn í heimsókn.

Með sigri Þórs fer liðið upp fyrir Stjörnuna í 3. sæti Domino’s deildarinnar á eftir Keflavík og KR.

Leikurinn hefst kl. 19:15 og er tilvalið að skella sér á völlinn og hrista af sér þorrablótsslenið.