Öldurnar í Þorlákshöfn í stóru hlutverki – myndband

brimbretti01Sjórinn í kringum Þorlákshöfn er ekki einungis nýttur í fiskveiðar því hann þykir einnig eitt best geymda leyndarmál brimbrettakappa um allan heim.

Myndbandið hér að neðan sýnir frá ferð brimbrettakonunnar Dominga Valdes til Íslands, ásamt fjórum af bestu brimbrettaköppum Þýskalands og Belgíu, núna í janúar.

Brimið í Þorlákshöfn er áberandi í þessu glæsilega myndbandi og fáum við ekki betur séð en að fimmmenningarnir hafi skellt upp tjöldum í skötubótinni. Einnig má sjá flott skot úr Þrengslunum sem sýnir vel hversu fallegt er um að lítast í Ölfusinu.