Unglingalandsmótsnefnd 2018 er tekin til starfa

Unglingalandsmotsnefnd_webÞað er margt sem þarf að huga að þegar verið er að undirbúa jafn stórt mót og unglingalandsmótið. Unglingalandsmótsnefnd 2018 hefur því tekið til starfa en nefndin hélt sinn fyrsta fund í gær í Þorlákshöfn.

Unglingalandsmót 2018 verður haldið í Þorlákshöfn um Verslunarmannahelgina, tíu árum eftir að fyrsta Unglingalandsmót var haldið í Þorlákshöfn árið 2008.

Nefndina skipa eftirfarandi aðilar:

  • Anna Júlíusdóttir, Sveitarfélaginu Ölfusi
  • Eyrún Hafþórsdóttir, formaður Umf. Þórs frá Sveitarfélaginu Ölfusi
  • Guðbjörg Heimisdóttir, Sveitarfélaginu Ölfusi, ritari nefndarinnar
  • Ragnar M. Sigurðsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi frá Sveitarfélaginu Ölfusi
  • Gunnsteinn R. Ómarsson, Sveitarfélaginu Ölfusi, formaður nefndarinnar
  • Guðríður Aadnegard, HSK, formaður HSK
  • Helgi S. Haraldsson, HSK
  • Guðmundur Jónasson, HSK
  • Örn Guðnason, UMFÍ.

Auk þess starfa með nefndinni Engilbert Olgeirsson, framkvæmdastjóri HSK og Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi UMFÍ og framkvæmdastjóri landsmóta UMFÍ.