Varað við stormi

snjomokstur01Veðurstofa Íslands spáir vaxandi suðaustan átt í dag og dálítilli snjókomu. Síðdegis má búast við suðaustan hvassviðri eða stormi með rigningu eða slyddu um landið sunnan- og vestanvert, en hvassast verður við suðvesturströndina með snörpum vindhviðum við fjöll.

Með skilum sem nálgast landið versnar veður einkum á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði. Frá því upp úr kl. 14 til 15 mun skafa og snjóa með takmörkuðu skyggni og undir kvöld má reikna með stormi og blindbyl á þessum slóðum. Gengur niður undir miðnætti.