Eldur í íþróttahúsinu

slokkvilid01Upp úr klukkan þrjú í dag kom upp eldur í einum saunaklefa Íþróttamiðstöðvarinnar í Þorlákshöfn.

Slökkvilið Árnessýslu mætti á svæðið og hefur slökkt eldinn en betur fór en á horfðist þar sem brunavarnir virkuðu og starfsfólk brást hárrétt við.

bruni01Meðfylgjandi mynd var tekin af saunaklefanum eftir að búið var að slökkva eldinn.