Mixlið fimleikadeildarinnar lenti í 2. sæti

fimleikar mixlið
Mynd: Fimleikadeild Þórs – Bergþóra Kristín Ingvarsdóttir

Í gær, sunnudaginn 28. febrúar, fór fram bikarmót unglinga í fimleikum. Tvö lið frá Fimleikadeild Þórs áttu að keppa á mótinu en vegna slæms veðurs seinnipartinn í gær fór einungis eitt lið frá deildinni.

Liðið sem fór til keppni var mixlið í 3. flokki og var þetta í fyrsta skipti í sögu Fimleikadeildar Þórs sem deildin sendir löglegt mixlið til að keppni í 3. flokki. Liðið stóð sig frábærlega og lenti í 2. sæti.

Hafnarfréttir óska liðinu innilega til hamingju með árangurinn og vonandi mun fimleikadeildin senda fleiri mixlið til keppni á komandi árum.