Þórsarar með sigur á Ásvöllum

thor-5Í kvöld mættu Þórsarar Haukum í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppninni. Þórsarar höfðu betur eftir hörkuleik og eru því yfir í einvíginu en þrjá sigra þarf til að kom­ast í undanúr­slit.

Þórsarar byrjuðu mun betur og voru yfir eftir fyrsta leikhluta 19-25. Annað var þó uppi í öðru leikhluta en Haukar spiluðu virkilega öfluga vörn í leikhlutanum og sigruðu annan leikhluta 22-7 og staðan var því 41-32 fyrir Hauka í hálfleik.

 

Haukar voru yfir allan þriðja leikhluta og það var ekki fyrr en í lok fjórða leikhluta sem okkar menn komust yfir. Það var svo Vance Hall sem tryggði Þór sigurinn þegar hann setti niður tvö vítaskot þegar einungis 16 sekúndur voru eftir og sigruðu Þórsarar leikinn 67-64.

Stigahæstur í liði Þórs var Vance Hall en hann var með heil 33 stig í leikn­um. Þar á eftir kom Ragnar Örn með 10 stig og Halldór Garðar með 8.