Baldur í úrslitum Ísland Got Talent annað kvöld

baldur_gottalent01Annað kvöld mun fiðlusnillingurinn Baldur Viggóson Dýrfjörð stíga á stokk í úrslitaþætti Ísland Got Talent sem sýndur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 klukkan 19:35.

Baldur hefur verið á stífum æfingum undanfarna daga og vikur fyrir stóru stundina en í úrslitaþættinum munu sex keppendur etja kappi. Sigurvegari Ísland Got Talent hlítur að launum 10 milljónir króna.

Nú er lag fyrir alla Þorlákshafnarbúa að styðja við bakið á okkar manni en kosningasímanúmer Baldurs á morgun verður 900-9006.