Fyrsta tap Ægis í Lengjubikarnum

fotbolti01Knattspyrnulið Ægis tapaði sínum fyrsta leik í Lengjubikarnum í gærkvöldi þegar liðið sótti ÍH heim í Breiðholtið. Lokatölur urðu 1-0.

Eftir leikinn sitja Ægismenn í þriðja sæti riðilsins með fjögur stig eftir þrjá leiki.

Næsti leikur Ægis er á sunnudaginn eftir viku og mæta þeir liði Kára í Akraneshöllinni á Akranesi.