Nýir eigendur í bakaríinu

verslanir01Nýir eigendur hafa fest kaup á bakaríinu og er nú unnið að opnun þess en gert er ráð fyrir að það opni á næstu dögum.

Rekstraraðilar bakarísins, sem mun bera nafnið Café Sól, eru Sigríður Lára Ásbergsdóttir og Þröstur Garðarsson. Stefna þau að því að bjóða upp á nýjungar sem þau munu kynna þegar nær dregur og þróa í samvinnu við viðskiptavini sína.

Hafnarfréttir óska nýjum eigendum innilega til hamingju.