Baldur Dýrfjörð stóð frábærlega og endaði í 5. sæti

Bbaldur_gottalentaldur Viggóson Dýrfjörð stóð sig frábærlega í úrslitum Ísland Got Talent í kvöld en hann endaði í 5. sæti. Siguvegari keppninnar var söngkonan Jóhanna Ruth.

Baldur spilaði kraftmikla útgáfu af laginu Viva La Vida með hljómsveitinni Coldplay. Í lok lagsins birtist kór á sviðinu sem tók undir með Baldri og fullkomnaði þetta flotta atriði.

Til gamans má geta þess að brottfluttur Þorlákshafnarbúi var á sviðinu í kvöld en Sigþór Ási Þórðarson spilaði undir hjá tónlistarkonunni Hildi áður en úrslit Ísland Got Talent voru tilkynnt.