Ungmennaráð óskar eftir áheyrnafulltrúa í nefndum sveitarfélagsins

ráðhúsið2Á seinasta fundi ungmennaráðs var samþykkt að óska eftir áheyrnarfulltrúa í menningarnefnd og fræðslunefnd Ölfuss en nú þegar á ungmennaráð áheyrnarfulltrúa í íþrótta- og æskulýðsnefnd.

Ungmennaráð telur mikilvægt að ráðið eigi áheyrnarfulltrúa í sem flestum fastanefndum sveitarfélagsins og að næstu skref sé að fá áheyrnarfulltrúa í þessum nefndum. Er þetta þróun sem hefur átt sér stað í öðrum sveitarfélögum og má þar nefna Seltjarnarnesbæ. Hefur þetta fyrirkomulag reynst einkar vel að sögn starfsmanna sveitarfélagsins og fulltrúa í ungmennaráði þess.

Slíkt fyrirkomulag er ekki einungis valdeflandi fyrir ungt fólk heldur einnig mikilvæg reynsla og þekking fyrir fulltrúa ráðsins, sem og mikilvæg tenging fyrir starfandi nefndir sveitarfélagsins við ungt fólk í sveitarfélaginu.