Teiknimyndir á sýningu í Galleríinu undir stiganum

kirmalight01Margvíslegar furðuskepnur, ævintýrahetjur, ferðalangar, prinsessur og fleiri teiknimyndafígúrur verða á sýningu í Gallerí undir stiganum, sýningarrými Bæjarbókasafns Ölfuss í Þorlákshöfn í aprílmánuði.

Það er Lína Rós Hjaltested, Þorlákshafnarbúi sem fædd er árið 1997, sem hefur teiknað myndirnar. Lína Rós er að fara í nám hreyfimyndagerð til Vancouver í Kanada í haust og er sýningin sölusýning til styrktar ferð hennar út.

Sýningin opnar í dag, fimmtudaginn 7. apríl kl. 18:00, en þá verður bæði boðið upp á kaffi og konfekt og sýnt á skjá hvernig sumar myndanna urðu til.

Í myndbandinu hér að neðan má sjá hvernig myndin sem fylgir fréttinni varð til hjá Línu Rós.