Ölfus mætir Árborg á morgun

ÚtsvarLið Ölfuss í Útsvari mun mæta Árborg á morgun, föstudaginn 8. apríl. Þátturinn hefst kl. 20:00 og geta áhugasamir farið í sjónvarpssal og hvatt sitt lið okkar áfram en í liði Ölfuss eru Ágústa Ragnarsdóttir, Hannes Stefánsson og Árný Leifsdóttir.

Þeir sem vilja mæta í sjónvarpssal þurfa að mæta upp í Efstaleiti 1, kl. 19:30 og bíða við svokallað „Markhúsartorg“.

Nú er bara að fjölmenna í sjónvarpssal og styðja okkar lið til sigurs.