Ný sjúkraþjálfunarstöð í Þorlákshöfn

hjortur_faerni01Nýtt fyrirtæki í Þorlákshöfn, Færni sjúkraþjálfun, opnaði nýverið sjúkraþjálfunarstöð í Íþróttamiðstöð Þorlákshafnar. Stofan er vel búin tækjum til æfinga og meðhöndlunar á stoðkerfiseinkennum.

Færni sjúkraþjálfun býður meðal annars uppá almenna sjúkraþjálfun, íþróttasjúkraþjálfun, sjúkraþjálfun eftir brjóstakrabbamein, öldrunarsjúkraþjálfun, heimasjúkraþjálfun, nálastungur, barnasjúkraþjálfun, bakskóla, endurhæfingu eftir aðgerðir, slys, sjúkdóma og fleira.

Eigandi stöðvarinnar er Hjörtur Ragnarsson sjúkraþjálfari og á stofunni starfar einnig Hildigunnur Hjörleifsdóttir sjúkraþjálfari.