Námsferð kennara og starfsfólks leikskólans Bergheima – ferðasaga og myndir

Bergheimaferð (6)Undanfarin 18 ár hefur starfsfólk unnið ötullega í því að fara í markvissar og gagnlegar námsferðir. Fyrst voru tvö ár milli ferða en núna seinni ár hefur verið árafjöldinn að lengjast á milli ferða. Þetta eru kostnaðarsamar ferðir og kosta mikinn undirbúning. Það er þarf heilmikinn undirbúning í svona ferðir og voru skipaðar nefndir til að halda utan um allt sem þurfti til. Fjáröflunarnefnd fyrir þremur árum og ferðanefnd sem sá um að halda utan um að finna námskeið sem henta og tryggja ferðir og panta mat. Fjáröflunarnefndin var vel virk allan tíman eins og trygglyndir bæjarbúar hafa tekið eftir, héldu basara, unnum í þrifum og sultuðum lauk og fleira, þetta tryggði það að allir hefðu safnað sér farareyri. Viljum við þakka öllum þeim sem hafa stutt okkur með því að versla af okkur kökur og annan varning á mörkuðum.

Júlíana gerir grein fyrir samvinnuverkefni síns hóps
Júlíana gerir grein fyrir samvinnuverkefni síns hóps

Skemmtilegt er að segja frá því að þær Þóra og Inga sem hættu störfum um áramót fóru með okkur í námsferðina. Eftir skoðunarkönnun var ljóst að fólk vildi læra meira í að segja sögur, útinám og best væri að sem flestir skyldu tungumálið.

Flogið var út snemma morguns á sumardaginn fyrsta sem kallaði á það að það þurfti að vakna rétt upp úr miðnætti til að leggja af stað kl.03.30. Það beið okkar rúta við flugvöllinn í Brigthon sem flutti okkur á hótelið og þar hófst dagskráin á léttum hádegisverði og Numicon námskeiði.

Bergheimarútan á leið til Keflavíkur, verkefni í Numicon
Bergheimarútan á leið til Keflavíkur, verkefni í Numicon

Numicon er kennsluaðferð í stærðfræði fyrir nemendur leik- og grunnskóla og þar sem við höfum unnið lengi með þetta verkefni í leikskólanum og því var bætt við söguaðferð sem er hluti af læsiskennslu.

Föstudagurinn var skipulagður frá morgni til kvölds í skógarleiksskóla Lucy’s little forest school http://lucyslittleforestschool.com/ sem er skóli sem tekur á móti hópum og skólum sem vilja læra á að nýta sér náttúruna sem kennslutæki. Þar er fagfólk í hverju rúmi sem leiðbeinir nemendum og kennurum á sama hátt eða þannig að allir þurfa að taka þátt í þeim verkefnum sem lögð eru fyrir.

Þau námskeið sem okkur var deilt á voru, AÐ BYGGJA SKÝLI; lítil eða stór, úr þeim efniviði sem er á staðnum. AÐ LESA Í SKÓGINN; að læra á ætar og eitraðar plöntur, þekkja nytjaskóg og sjá ummerki dýra. RATLEIKUR; og leitað að broddgelti. BAKAÐ OG ELDAÐ Í SKÓGINUM; brauðbakstur og föndur. SUNGIÐ Í SKÓGINUM; kveiktur eldur, sögur sagðar og sungið af hjartans list undir gítarspili. Í hádeginu fengum við að borða baunasúpu og hamborgara auk þess sem þarna var lítið kaffihús þar sem hægt var að versla smáhluti og kaupa risastórar tertusneiðar.

Starfsfólk fór saman út að borða öll kvöldin og þar myndaðist mikil stemning og hægt að ræða saman og miðla sögum af mismunandi námskeiðum. Allir höfðu á orði hve góð og mikil upplifun þetta var og þó þetta hafi verði skógarskóli þá er það í okkar höndum að nýta okkur þekkinguna í náttúruskóla og yfirfæra þannig þekkinguna í starfið okkar.