Sveitarfélagið Ölfus uppfærir merki sitt

ráðhúsiðBæjarstjórn samþykkti samhljóða á fundi sínum, þann 29. apríl sl., tillögu að uppfærðu merki sveitarfélagsins. Endurmörkunin byggir á núverandi merki og er tillagan í samræmi við hugmyndir Hvíta hússins sem er auglýsingastofa sem hefur unnið fyrir sveitarfélagið seinustu mánuði.

Ekki er búið að afhjúpa merkið en við hjá Hafnarfréttum munum að sjálfsögðu kynna það um leið og merkið verður birt opinberlega.

olfus_125x125
Hér má sjá gamla merki sveitarfélagsins