Raggi Nat valinn bestur á lokahófi körfunnar

thor_kr_bikarurslit2016-26Í gærkvöldi fór fram lokahóf meistaraflokks Þórs í körfubolta í Ráðhúsinu í Þorlákshöfn.

Ragnar Nathanealson var valinn besti leikmaður tímabilsins. Halldór Garðar Hermannsson sá efnilegasti, Magnús Breki Þórðarson fékk verðlaun fyrir mestar framfarir og Þorsteinn Már Ragnarsson var besti varnarmaðurinn.

Mikil stemning var í Ráðhúsinu þar sem leikmenn, þjálfarar og aðrir sem starfa í kringum körfuna skemmtu sér konunglega.