Ungmennaráð vígir Bubbleboltana

2014-07-01 21.02.43Ungmennaráð Ölfuss fjárfesti nýverið í 10 bubbleboltum til að nota á viðburðum sínum. Um er að ræða uppblásna bolta sem fólk fer inn í og spilar þannig fótbolta, eða allavega reynir það.

Á fundi ungmennaráðs sem haldinn var 2. maí sl. var ákveðið að slá upp bubbleboltamóti á Uppstigningardag og hefst það kl. 14:00 og verður í íþróttahúsinu.

Þeir sem ætla að taka þátt þurfa ekki að greiða neitt en þátttakendur verða að hafa náð 14 ára aldri (8. bekkur).

Nánari upplýsingar á facebookviðburði ungmennaráðs.