Lúðrasveitarfréttir

ludrasveit_harpa02Lúðrasveit Þorlákshafnar mun halda stórtónleika fimmtudagskvöldið 16. júní kl. 20 í Ráðhúsi Ölfuss. Efnisskráin verður að mestu popp og rokk með söng í bland og óvæntum uppákomum. Tónleikarnir verða einkar veglegir vegna þess að stjórnandi LÞ nánast frá upphafi eða í 32 ár, Róbert Darling, hefur ákveðið að láta af störfum sem stjórnandi sveitarinnar. Hann hefur sannarlega skilað sínu til okkar og samfélagsins. Róbert mun þó ekki hverfa alfarið frá lúðrasveitinni því hann mun verða spilandi meðlimur. Honum verður ekkert þakkað sérstaklega í þessum pistli en þeim mun betur á tónleikunum, sjón er sögu ríkari! Nú er unnið að því að finna nýjan stjórnanda til þess að halda áfram því góða starfi sem sveitin er þekkt fyrir og meðlimir eru hvergi bangnir.

Meðlimur lúðrasveitarinnar til margra ára, Svanhildur Helgadóttir, glímir við krabbamein. Þess vegna hefur lúðrasveitin stofnað söfnunarreikning henni til handa. Númerið er 0150-05-60205 og kennitalan 460893-2409. Þess má geta að allur ágóði af tónleikunum þann 16. júní mun renna óskiptur til Svanhildar en aðgangseyrir þar verður 2.000 kr.

Lúðrasveitin óskar öllum gleðilegs sumars.
Ágústa Ragnarsdóttir, form. LÞ.