Lögreglan byrjar að sekta fyrir nagladekkin

Á morgun, þriðjudaginn 17. maí, mun lögreglan á Suðurlandi byrja að sekta ökumenn sem enn eru á nagladekkjum.

„Lögbundinn frestur til að taka nagladekkin undan var 15. apríl, en vegna tíðarfarsins hefur ekki verið aðhafst fram að þessu,“ segir í tilkynningu lögreglunnar á Suðurlandi.

Sekt fyrir að aka á nagladekkjum er 5.000 krónur á hvert nagladekk eða óhæfan hjólbarða semkvæmt reglugerð um sektir og viðurlög vegna umferðarlagabrota. Bíll sem er á fjórum negldum dekkjum mun því fá 20.000 krónur í sekt.