Sundkeppni milli sveitarfélaga

sundlaugarparty2015-4Í tilefni af Hreyfiviku UMFÍ verður sundkeppni á milli sveitarfélaga. Kepnin fer fram dagana 23. – 29. maí (báðir dagar meðtaldir).

Þátttakendur skrá sig á eyðublað sem liggur frammi í afgreiðslu sundlaugarinnar og skrá hversu marga metra er synt á hverjum degi.

Ölfusingar hafa yfirleitt staðið sig vel í keppnum á milli sveitarfélaga og má þar nefna Útvarið og landsleikinn Allir lesa. Nú þurfa Ölfusingar að taka sig til og byrja að synda. Við viljum sjá Ölfus í efsta sæti þann 29. maí nk.