Félagsmálatröll Svítunnar

OskarÍ ár líkt og seinustu ár var haldið utan um mætingu ungmenna í félagsmiðstöðin. Mætingin þetta skólaárið var mjög góð eða svipuð og seinustu ár en um 30 ungmenni í 8.-10. bekk sóttu félagsmiðstöðina á hverju opnu kvöldi. Þegar sérstakir viðburðir voru í gangi jókst ásóknin og á suma viðburði mættu um 60 ungmenni.

Nokkrir fastagestir voru í félagsmiðstöðinni í ár og var einn einstaklingur sérstaklega duglegur að mæta í félagsmiðstöðina, en það var hann Oskar Rybinski. Oskar missti ekki af neinni einustu opnun í vetur og var hann því með 100% mætingu og er hann því sjálfkjörinn sem félagsmálatröll Svítunnar 2015-2016.

Félagsmiðstöðin Svítan er núna komin í sumarfrí og tekur aftur til starfa í lok ágúst nk.