Leikfélagið fékk styrk úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands

leikfelag01Leikfélag Ölfus fékk 250.000 kr. styrk úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands en leikfélagið sótti um styrk fyrir leikverki í fullri lengd til að efla leiklist í Ölfusi.

Uppbyggingarsjóður Suðurlands er samkeppnissjóður sem hefur það hlutverk að styrkja menningar-og nýsköpunarverkefni í landshlutanum.

Í ár bárust sjóðnum alls 137 umsóknir. Styrkur var veittur 87 verkefnum og heildar fjárhæð þeirra var um 38 milljónir. Nánari upplýsingar um sjóðinn má finna á heimasíðu SASS.

Hér er hægt að sjá lista yfir samþykktar styrkveitingar.