Þrír Þorlákshafnarbúar í landsliðinu í körfu

IMG_20160524_171652Þrír fulltrúar Þorlákshafnar munu leika með yngri landsliðum Íslands í körfubolta nú í byrjun sumars.

Jenný Lovísa Benediktsdóttir leikur með U15 ára liðinu í alþjóðlegu móti í Danmörku, Sigrún Elfa Ágústsdóttir leikur með U16 ára á NM í Finnlandi og Magnús Breki Þórðarson leikur með U18 ára á NM í Finnlandi.

Jenný Lovísa leikur með stúlknaliði Njarðvíkur og hafa þær verið eitt af bestu liðum landsins í 9. flokki. Sigrún Elfa leikur með stúlknaliði í Grindavík og varð hún bikarmeistari í 10. flokki í vetur og var Sigrún valin lykilleikmaður leiksins. Magnús Breki hefur leikið mjög vel með unglingaflokki Þórs og komið sterkur inn í meistaraflokksleikina.

Einnig eru tveir leikmenn Þórs, þeir Halldór Garðar og Davíð Arnar, í leikmannahópi U20 ára liðsins. en endanlegt val í landsliðsverkefni sumarsins liggur ekki fyrir. U20 ára liðið keppir á EM í Grikklandi.

Glæsilegur árangur hjá þessum flottu íþróttamönnum!