Árnessýsla í eitt sveitarfélag

sveinn gudmundurBæjarstjórn samþykkti á seinasta fundi sínum að tilnefna Svein Steinarsson og Guðmund Oddgeirsson sem fulltrúa sveitarfélagsins í nefnd til að skoða kosti og galla þess að sameina Árnessýslu í eitt sveitarfélag.

Erindið kom frá Grímsnes- og Grafningshreppi og munu að öllum líkindum öll sveitarfélögin í sýslunni tilnefna fulltrúa í nefndina.

Ef Árnessýsla sameinast í eitt sveitarfélag verður það fimmta fjölmennasta sveitarfélag landsins með um 17.000 íbúa. Samkvæmt Gunnar Þorgeirssyni formanni SASS og oddvita Grímsnes- og Grafningshrepps þá er stefnt að því að nefndin taki til starfa í haust og telur hann að ef af sameiningu verði þá verði þetta eitt öflugasta sveitarfélag landsins.

Sameiningarumræður hafa nokkrum sinnum verið til umræðu í sveitarfélaginu en oftast þegar slík umræða fer af stað þá kemur hún ofan frá, frá ríkinu. Í þetta skipti kemur þetta neðan frá, eða frá sveitarfélögunum sjálfum sem er jákvætt skref.