Góð mæting á Vorhátíð Foreldrafélags leikskólans Bergheima

Vorhátíð 2016 Bergheimar (1)Laugardaginn 21. maí var blásið til Vorhátíðar undir stjórn foreldrafélagsins. Foreldrafélagið fékk til samstarfs við sig aðila til að bjóða upp á skemmtun fyrir börnin.

Í boði var leiksýning, þá voru hestar teymdir undir börnum, boðið var upp á andlitsmálun og í lóðinni var kar með nokkrum fiskategundum. Björgunarsveitarbíllinn og báturinn voru til sýnis á bílastæðinu og foreldrar grilluðu pylsur í alla og boðið var upp á vatn með og börnin fengu síðan ís í lokin.

Foreldrafélagið færði leikskólanum að gjöf alvöru stjörnukíki af bestu gerð sem mun verða góð viðbót í kennslu í leikskólanum. Starfsfólk Bergheima mun vinna í því í sumar að læra á kíkinn til að nota hann í starfi næsta vetur.