Sundlaugin í Þorlákshöfn meðal þeirra bestu

sundlaug_olfus-6Sundlaugin í Þorlákshöfn er í hópi bestu sundlauga landsins í óformlegri úttekt sem birtist á Nútímanum.

Félagar í hópnum Mæðratips á Facebook gáfu sundlaugum landsins umsagnir og fær sundlaugin í Þorlákshöfn þar góða umsögn.

„Frábær aðstaða ef fólk vill vera inni, sérstaklega fyrir litlu krílin. Æðisleg innilaug með leiktækjum. Sumum finnast þó sturturnar of heitar.“