Viljandi olnbogaskot og ekkert dæmt – myndband

olnbogaskotLjótt atvik átti sér stað í leik Ægis og Vestra í Þorlákshöfn á laugardaginn þegar leikmaður Vestra gaf Guðmundi Garðari Sigfússyni, spilandi aðstoðarþjálfara Ægis, kröftugt olnbogaskot í andlitið.

Dómarar leiksins urðu ekki varir við olnbogaskotið og því var ekkert dæmt. Af myndbandinu hér að neðan að dæma þá fer ekkert á milli mála að um algjöran ásetning er að ræða af hálfu leikmanns Vestra og í öllum tilfellum verðskuldar svona brot beint rautt spjald.

Svona atvik er eitthvað sem á ekkert skilt við fótbolta en olnbogaskotið má sjá á 35. sekúndu mynbandsins og í kjölfarið í hægri endursýningu.