Söguleg stund í Íþróttamiðstöðinni í kvöld

robert_tonleikar01Í dag rennur upp söguleg stund í sögu Lúðrasveitar Þorlákshafnar þegar Róbert A. Darling stjórnar sínum síðustu tónleikum eftir að hafa stjórnað Lúðrasveitinni svo gott sem óslitið frá stofnun hennar eða í 32 ár.

Tónleikarnir í kvöld verða í Íþróttamiðstöðinni í Þorlákshöfn og hafa meðlimir lúðrasveitarinnar breytt húsinu í glæsilega tónleikahöll þar sem engu er til sparað. 13422326_1114831001915173_3666580820950873769_oÞema kvöldsins er sjóðheitur sumarstemmari og verða meðlimir sveitarinnar klæddir í takt við það.

Róbert hefur unnið ómetanlegt starf fyrir tónlistarlífið í Þorlákshöfn og væri því frábært að sjá Þorlákshafnarbúa og aðra gamla nemendur og meðlimi heiðra Róbert með því að fjölmenna á tónleikana í kvöld.

Tónleikarnir hefjast klukkan 20 og mun allur aðgangseyrir renna óskiptur til Svanhildar, flautuleikara LÞ, sem er að berjast við krabbamein.