Menningarverðlaun Ölfuss 2016 – óskað eftir tilnefningum

dolos01Menningarnefnd Ölfuss auglýsir eftir tilnefningum til menningarverðlauna Ölfuss 2016. Hægt er að tilnefna einstaklinga, hópa, félög eða fyrirtæki sem hafa auðgað menningarlífið í sveitarfélaginu.

Tilnefningar skulu rökstuddar og skal nafn þess er tilnefnir fylgja, svo hægt sé að nálgast nánari upplýsingar sé þess þörf.

Tilnefningar sendist til menningarfulltrúa á Bæjarbókasafn Ölfuss, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn, eða á netfangið barbara@olfus.is fyrir 1. júlí 2016.