Þorlákshöfn fær mikið hrós frá gestum

thorlakshofn_loftmynd01Sundlaug Þorlákshafnar og Þorlákshöfn hefur fengið mikið hrós fyrir grænu svæðin, sundlaugina og snyrtilegan bæ. Þetta kemur fram á facebook í hóp sem heitir „Íbúar í Þorlákshöfn“. Það var Guðrún Hrönn Stefánsdóttir, starfsmaður í íþróttamiðstöðinni sem birti færsluna í hópnum.

Hér að neðan má sjá færsluna í heild.

Við í sundlaug Þorlákshafnar viljum endilega deila með ykkur því mikla hrósi sem við fáum fyrir frábæra laug og snyrtilegt tjaldsvæði. Bæjarfélagið fær flott hrós fyrir snyrtileg græn svæði í bænum,falleg blóma og trjábeð og almennt hreinann og snyrtilegan bæ. Margir búnir að koma í dag og framlengja dvöl sína hér á tjaldsvæðinu. Finnst ykkur þetta ekki frábært?

Það er virkilega ánægjulegt að sjá að gestir sem heimsækja bæinn taki eftir hvað búið er að leggja mikla vinnu í að gera bæinn snyrtilegan og bjóða upp á góða þjónustu. Allt er þetta öflugu starfsfólki sveitarfélagsins að þakka.

Viljum við hjá Hafnarfréttum taka undir þessi hrósa og þakka starfsfólki sveitarfélagsins fyrir þeirra störf.