Sápubolti, harmonikkuball og kósístund í sundlauginni

hafnardagar_2015-7Hafnardagar í Þorlákshöfn hófust í gærkvöldi með listasmiðju í mjölskemmunni við gömlu bræðsluna.

Í dag fimmtudag verður nóg um að vera og munu allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hér að neðan er dagskrá dagsins í dag.

  • 17:00-19:00 – Sundlaugarpartý fyrir börn á aldrinum 10-13 ára.
  • 18:00 – Allir velkomnir að setja kjöt á grillið við Egilsbraut 9, „Níuna“. Takið klappstóla með.
  • 20:00-23:00 – Harmonikkuball á Egilsbraut 9, „Níunni“.
  • 20:00-22:00 – Dagskrá fyrir ungmenni við Grunnskólann í Þorlákshöfn. Sápufótbolti fyrir 16 ára og eldri, mannlegt fótboltaspil og fleira.
  • 22:00-23:00 – Kósístund í sundlauginni í Þorlákshöfn. Kertaljós og notaleg tónlist í flutningi UniJon.