Digiqole ad

Innkaupalisti grunnskólans: Hvað þurfa nemendur að kaupa

 Innkaupalisti grunnskólans: Hvað þurfa nemendur að kaupa

Various school supplies including notebooks, calculator and pencil case isolated against a white background

Mynd: kstudio / Freepik

Skólasetning Grunnskólans í Þorlákshöfn er handan við hornið en hún fer fram 22. ágúst í sal skólans. Þá er gott að vita hvað krakkarnir þurfa að kaupa af skólavörum áður en kennsla hefst.

Hér að neðan má sjá hvað krakkarnir þurfa en listarnir eru fengnir af heimasíðu grunnskólans.

1.-7. bekkur

Í 1.-7. bekk greiða foreldrar í bekkjarsjóð fyrir börnin sín sem skólaritarinn heldur utan um. Umsjónarkennari sér um að kaupa inn ritföng, möppur og stílabækur eða það sem börnin þurfa á að halda næsta skólaári. Innkauplistar fyrir unglingastigið verða birtir fljótlega.

8. bekkur

Foreldrar og forráðamenn eru minntir á að skoða hvað er til heima sem og að athuga í hillur krakkanna hér í skólanum en það er lítið mál að kíkja við í heimsókn eða hringja í umsjónakennara.

  • Tvær A4 fagabækur með litaskiptum blaðsíðum.
  • Reikningsbók A4.
  • Í pennaveski þarf að vera: Blýantur, Penni, Strokleður, Yddari (ef ekki er notaður skrúfblýantur), Límstifti
  • Reiknivél með eftirfarandi skipunum: Veldatakka, annað veldi og hærra, rótartakka, annað veldi og hærra, hornafallatakka, svigum.
  • Glósubækur í ensku og dönsku, hægt að nota bækur frá því í fyrr en ekki kaupa stafrófsraðaðar bækur.

9. bekkur

Eftirfarandi hluti þarf að eiga og athugið að öll gögn, stílabækur og plastmöppur síðan í fyrra er að sjálfsögðu hægt að nýta ef þau/þær eru í góðu ásigkomulagi. Nemendur mega velja milli þess að nota möppu (sem þau hafa notað undanfarin ár og eiga í skólanum) eða 5 faga stílabók. Ef nemendur velja að nota möppuna þá þarf að passa að eiga alltaf laus A4 blöð.

  • Mappa (flestir eiga nú þegar í skóla) og laus A4 línustrikuð blöð eða 5-faga A4 stílabók.
  • 1 stk. A4 reikningsbók (blaðsíðurnar þurfa að vera með götum og auðvelt að rífa þær úr þ.e.a.s. gormabók).
  • Vasareiknir sem þarf að hafa veldatakka, annað veldi og hærra – rótartakka, annað veldi og hærra – hornafallatakka – góðan brotatakka (almenn brot) – sviga.
  • Í pennaveskinu þurfa alltaf að vera: Blýantur og yddari eða blýpenni og aukablý, strokleður, litir og límstifti.

10. bekkur

Athugið vel hvað þið eigið frá fyrra ári áður en nýtt er keypt. Sjálfsagt er að nota áfram bæði stílabækur og möppur sem eru í góðu ásigkomulagi.

Fyrir íslensku, samfélagsfræði, náttúrufræði, ensku og dönsku eru þrjár leiðir í boði eftir því hvað hentar hverjum og einum. Hægt er að vera með möppu, laus blöð og þá bil fyrir hvert fag í möppunni. Önnur leið væri að kaupa fagabók fyrir þessi fög en hún þarf þá að vera með gormum til að auðvelt sé að rífa þau úr. Í þriðja lagi væri hægt að vera með A4 stílabók fyrir hvert fag. Ykkar er valið.

Að auki þarf að eiga 5 plastmöppur og fyrir stærðfræði þarf að eiga A4 rúðustrikaða gormabók og fullgildan vasareikni eins og á síðasta skólaári.

Í pennaveskinu þurfa alltaf að vera blýantur/blýpenni, yddari, aukablý, strokleður, límstifti, reglustika og gráðubogi. Auk þess er gott að eiga áherslupenna og gjarnan tréliti.