Digiqole ad

Ægir fær fimm og hálfa milljón frá KSÍ

 Ægir fær fimm og hálfa milljón frá KSÍ
island_ksi01
Mynd: Facebook-síða KSÍ

Knattspyrnufélagið Ægir fær 5.531.000 krónur frá KSÍ vegna tekna sambandsins af þátttöku Íslands á EM í Frakklandi í sumar.

Samtals mun KSÍ greiða aðildarfélögum sínum 453 milljónir króna vegna evrópumótsins en það eru 25% af heildartekjum sambandsins af mótinu.

Fjármunum á að verja í knattspyrnutengd verkefni félaganna.