Réttað á þremur stöðum í Ölfusi um helgina

Mynd: Ölfus.is
Mynd: Ölfus.is

Réttir eru í fullum gangi um land allt þessa dagana og verður réttað á þremur stöðum í Ölfusi um helgina.

Á morgun, laugardag, verður réttað í Húsmúlarétt við Kolviðarhól kl. 14:00.

Á sunnudaginn verður réttað í Selvogsrétt kl. 09:00 og síðar um daginn eða kl. 16:00 verður réttað í nýrri Ölfusrétt í mynni Reykjadals. Formleg vígsla réttarinnar verður við sama tilefni undir stjórn réttarstjóra.