Lögreglunni á Suðurlandi barst tilkynning klukkan 1:45 aðfaranótt sunndags um bílveltu á Þorlákshafnarvegi á milli Hveragerðis og Þrengslavegar. Frá þessu er greint í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi.
Þar hafði ökumaður, sem var einn á ferð, misst stjórn á bifreiðinni sem valt eina 30 metra út fyrir veg. Maðurinn slapp með skrámur en bifreiðin er gjörónýt.
Ökumaðurinn er grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis við aksturinn.