Skemmdarverk í Skrúðgarðinum

skrudgardur_skemmdarverkÍ síðustu viku voru framin skemmdarverk í Skrúðgarðinum í Þorlákshöfn. Farið var um með spreybrúsa og spreyjað á ýmsa hluti.

Ekki er langt síðan garðurinn var tekinn í gegn og mikil vinna fór í að gera hann jafn glæsilegan og hann er í dag.

Heimasíða Ölfuss greinir frá þessu þar sem sveitarfélagið brýnir fyrir foreldrum að kynna fyrir börnum sínum að Skrúðgarðurinn er okkar allra. „Við eigum að ganga um hann af virðingu því ef hann er skemmdur bitnar það á okkur öllum.“