Tobin Carberry fer illa með leikmenn Horsens – myndband

tobincarberryTobin Carberry, Bandaríski leikmaður Þórs, sést í meðfylgjandi myndbandi fara illa með 2 leikmenn dönsku meistaranna í Horsens. Myndbandið náðist í æfingaleik Þórs gegn Horsens í Danmörku á dögunum.

Myndbandið birtist á síðunni Hoopmixtape á Facebook um klukkan hálf fjögur í nótt og þegar þetta er skrifað hafa yfir 62 þúsund manns horft á það!

Þarna sést hvernig Carberry gabbar varnamann Horsens svo mikið að hann misstígur sig og dettur. Strax í kjölfarið text varnarmanninum að fella samherja og þar með lágu tveir leikmenn í valnum.

Auðvitað setti síðan okkar maður skotið niður. Sjón er sögu ríkari!