Ölfus leggst gegn endurnýjun starfsleyfis Fiskmarks

fiskikör_höfninBæjarstjórn Ölfuss leggst gegn því að starfsleyfi Fiskmarks verði endurnýjað til fjögurra ára en Fiskmark rekur hausaþurrkun í Þorlákshöfn.

Samkvæmt bókun bæjarstjórnar á seinasta fundi sínum þá er ástæðan sú að í ljósi markmiða bæjaryfirvalda að flytja fiskþurrkunarstarfsemi út fyrir þéttbýli Þorlákshafnar geta bæjaryfirvöld með engu móti samþykkt að veitt verði starfsleyfi til næstu fjögurra ára.