Mikil úrkoma næstu daga

rigning01Í nótt og á morgun er búist við mikilli rigningu sunnan- og vestantil á landinu.

Spár Veðurstofunnar gera ráð fyrir nær samfeldri rigningu fram á fimmtudag um landið sunnan- og vestanvert. Á köflum má búast við allhvössum eða hvössum vindi.

Nú er rétti tíminn til þess að kanna með niðurföll en á þessum árstíma er trjá- og runnagróður að fella lauf og geta niðurföll auðveldlega stíflast með tilheyrandi vatnstjóni.