Helmingur starfsmanna fyrrum nemendur

starfsmenn_nemendur-1
Ljósmynd: Davíð Þór

Þann 13. september sl. fór fram starfsmannamyndataka í Grunnskólanum í Þorlákshöfn. Alls eru nú 52 starfsmenn við skólann og í Frístund.

Ákveðið var að taka einnig mynd af þeim starfsmönnum skólans sem höfðu verið hér nemendur á árum áður, þar sem tilfinning er fyrir því að þeir séu óvenjumargir miðað við það sem gengur og gerist í öðrum skólum.

Á meðfylgjandi mynd má sjá þessa starfsmenn, en þeir eru alls 26 eða 50% starfsmanna. Á myndina vantar Sigríði Kjartansdóttur. Þetta verður að teljast þokkalega hátt hlutfall og greinilegt að minningarnar úr ,,gamla skólanum“ hafa ekki verið sem verstar úr því að hann er valinn sem starfsvettvangur á fullorðinsárum. Virkilega gaman að því!