Auðveldur sigur Þórs b liðsins í fyrstu umferð 3. deildarinnar

FB_IMG_1446400122833Þór Þorlákshöfn b spilaði fyrsta leikinn sinn í 3. deild karla í körfubolta í dag gegn Breiðablik b. Leikurinn spilaðist nokkuð jafnt í fyrsta leikhluta. En þegar í annan leikhluta var komið var aldrei snúið aftur. Þórsarar leiddu í hálfleik 41-23. Seinni hálfleikur spilaðist alveg eins 2.leikhluti en Þórsarar voru með yfirhöndina allan leikinn. Leikurinn varð aldrei spennandi og lauk leiknum með 48 stiga sigri heimamanna 98-50.

Erlendur Ágúst Stefánsson og Magnús Breki Þórðarson áttu stórleik fyrir Þórsliðið en stigaskorið skiptist svona. Magnús Breki Þórðarson 38 stig, Erlendur Ágúst Stefánsson 32, Benjamín Þorri Benjamínsson 13, Pálmi Þór Ásbergsson 9, Svavar Berg Jóhannsson 4, Styrmir Snær Þrastarson 2.

Næsti leikur liðsins er gegn ÍA b uppá Skaga sunnudaginn 16.október. Verður gaman að fylgjast með liðinu í 3.deildinni í vetur

Áfram Þór!
AÖS