Hafnfirðingar sigraðir tvívegis í kvöld

thor_utsvar01Þetta föstudagskvöld var ákaflega gott fyrir Ölfusinga en körfuboltalið Þórs sigraði Hauka í Hafnarfirði í Domino’s deildinni og í Útsvarinu á RÚV vann Ölfus lið Hafnarfjarðar.

Í körfunni var um hörku leik að ræða þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í fjórða leikhluta eftir stál í stál fyrstu þrjá leikhlutana. Lokatölur 77-82 Þórsurum í vil.

Útsvars-lið Ölfuss stóð sig glæsilega og sigraði Hafnfirðinga 59-63. Ölfus leiddi allan tíman og það var ekki fyrr en í lokaspurningunum sem Hafnfirðingar náðu að minnka muninn.