Ráðherra úthlutar 15 milljónum til Níunnar

nian_kristjan_gunnsteinnStarfsemi Níunnar í Þorlákshöfn hefur fengið úthlutað 15 milljónum króna til að efla heimahjúkrun á svæðinu þar sem horft er til þess að bjóða upp á næturþjónustu.

Samningur um þetta var undirritaður í gær af Kristjáni Þór Júlíussyni, heilbrigðisráðherra og Gunnsteini Ómarssyni, bæjarstjóra Ölfuss.

Er þetta virkilega jákvætt skref í því að bæta þjónustu Níunnar en lengi hefur verið barist fyrir því að þjónusta við eldri borgara verði bætt á svæðinu.